AirFryer æði hefur gripið þjóðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:31 Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko. stöð2 Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum. Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“ Jól Verslun Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“
Jól Verslun Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira