Fyrsta stikla Northman: Ísland, Björk og brjálaður Skarsgård Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 14:32 Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Universal frumsýndi í dag fyrstu stiklu víkingamyndarinnar The Northman eftir Robert Eggers. Myndin á að gerast á Íslandi um árið þúsund og handritið var skrifað í samstarfi við skáldið Sjón. Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn
Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira