Roma valtaði yfir Atalanta á útivelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 16:00 Roma voru sterkari aðilinn í dag EPA-EFE/PAOLO MAGNI Atalanta og Roma mættust á heimavelli þess fyrnefnda í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Bæði liðin ofarlega í töflunni og því skipti þessi leikur talsverðu máli. Atalanta sá aldrei til sólar og Roma vann öruggan sigur, 1-4. Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37. Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37.
Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira