Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:23 Hörður Axel er algjör lykilmaður í sterku liði Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. „Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum