Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 21:05 Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. „Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira