Sport

Dagskráin í dag: Jólaljósin tendruð í Seinni bylgjunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Farið verður yfir allt það helsta úr Olís-deild karla í handbolta í sérstökum jólaþætti Seinni bylgjunnar.
Farið verður yfir allt það helsta úr Olís-deild karla í handbolta í sérstökum jólaþætti Seinni bylgjunnar. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á níu beinar útsendingar í dag úr hinum ýmsu íþróttum og því ætti að vera auðvelt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi.

Enska 1. deildin á fyrsta orð dagsins, en klukkan 12:25 hefst bein útsending frá viðureign Middlebrough og Bournemouth á Stöð 2 Sport 2.

HM í pílukasti heldur áfram og líkt og síðustu daga eru tvær útsendingar á dagskrá í dag. Sú fyrri hefst klukkan 12:30 og sú seinni 19:00, en báðar eru þær á Stöð 2 Sport 3.

Þá er nóg um að vera í körfuboltanum úti um allan heim, en klukkan 17:00 hefst útsending frá viðureign Detroit Pistons og Houston Rockets í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport 2. KR og Þór Akureyri eigast svo við í 1. deild kvenna klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport, og klukkan 19:35 hefst viðureign Unicaja og Juventut Badalona í spænsku ACB-deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 17:30 hefst útsending frá PNC Championship í golfi á Stöð 2 Golf.

Það er svo Seinni bylgjan sem leiðir okkur inn í nóttina, en hún er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:10. Seinni bylgjan heldur svo áfram á Stöð 2 Sport klukkan 22:05 með sérstakan jólaþátt þar sem að verður farið yfir allt það helsta sem hefur drifið á daga Olís-deildar karla fram að jólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×