Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 15:47 Þungavigtin Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift. Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift.
Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira