Enginn leki reyndist kominn að Masilik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:59 Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik. Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Uppfært klukkan 00:00. Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni og biðst hún velverðingar á misskilningnum. Segir í tilkynningu að stærstur hluti áhafnar verði samt sem áður fluttur frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Uppfært klukkan 23:40. Sjódælur úr Freyju hafa verið sendar um borð í Masilik og að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafa þær undan. Björgunarskip á vegum Landsbjargar munu sækja áhöfn Masilik úr Freyju og koma henni til hafnar í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að koma fiskiskipinu af strandstað í nótt. Enginn olíuleki er sjáanlegur. Varðskipið Freyja var í kvöld kallað út vegna grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og flaug hún yfir svæðið til að meta aðstæður. Áhöfnin á Freyju undirbýr nú að koma dráttartaug á milli varðskipsins og Masilik en það er um 500 metra frá landi. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðstæður á strandstað eru sagðar ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur, eins og má kannski sjá á myndunum sem fylgja fréttinni og voru teknar í kvöld. Vind mun þá lægja eftir því sem líður á nóttina og er gert ráð fyrir að Freyja muni taka fiskiskipið í tog seinna í nótt en flóð verður um klukkan fimm. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að áhafnarmeðlimir Freyju hafi farið um borð í Masilik til að kanna skammdir og hvort leki væri kominn í skipið. Þeir hafi gengið um skipið hátt og lágt og farið niður í vélarrúm. Engin merki hafi verið um það að leki sé kominn að skipinu, sem sé strand á grynningum. Leki er kominn upp í skipinu.Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipið væri strandað um klukkan sjö í kvöld og óskaði skipstjóri þá eftir dráttarbát. Við nánari eftirgrennslan Gæslunnar kom í ljós að skipið væri strandað og þá tekin ákvörðun um að senda varðskip á staðinn. Nítján eru um borð í skipinu. Umhverfisstofnun og lögreglu var þá gert viðvart en eins og áður segir flaug þyrla Gæslunnar yfir svæðið í kvöld og varð, samkvæmt tilkynningu, áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum. Miðað við aðstæður á strandstað var ákveðið að áhöfn þyrlunnar færi aftur inn á flugvöll og væri þar í viðbragðsstöðu. Engin hætta er talin steðja að skipinu eða áhöfn þess. Björgunarsveitir Landsbjargar eru einnig til taks á svæðinu og er vettvangsstjórn í höndum skipherra varðskipsins Freyju. Hér að neðan má sjá staðsetningu skipsins. Bláu punktarnir eru björgunarbátarnir og appelsínuguli er Masilik.
Landhelgisgæslan Vogar Björgunarsveitir Grænland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent