Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. desember 2021 17:53 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka síðustu helgi. vísir Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira