Lífið ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safninu á hverjum degi fram að jólum. Biðin er nánast á enda. Í dag, 21. desember, bjóðum við upp á lagið Have Yourself a Merry Little Christmas.
Emmsjé Gauti sýndi á sér nýja hlið í Jólaboði Jóa á Stöð 2 árið 2017. Í tilefni af jólatónleikunum Jülevenner mættu hann, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson og tóku lagið Have Yourself a Merry Little Christmas. Jülevenner tónleikarnir eru nú fastur liður á hverri aðventu hjá mörgum.