Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 14:41 Steinunn Ólína segir það ekki standast að viðbjóðsljóðið Litla ljót eftir Megas fjalli um raunverulega atburði og reynslu Megasar. vísir/skjáskot/Sara Sig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10
„Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54