Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 14:41 Steinunn Ólína segir það ekki standast að viðbjóðsljóðið Litla ljót eftir Megas fjalli um raunverulega atburði og reynslu Megasar. vísir/skjáskot/Sara Sig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10
„Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54