Hverfið við stokkinn verði gjörbreytt eftir fimm ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2021 15:30 Ævar Harðarson er deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Vísir/Egill Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki. Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar. Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Fyrsti áfangi Miklubrautarstokksins mun ná frá Snorrabraut að gatnamótum Miklubrautar við Rauðarárstíg. Þegar stokkurinn er tilbúinn mun draga mjög úr umferðarhávaðanum sem einkennir þetta svæði og borgarlínan líða hjá í mikilli friðsæld. Ofanjarðar er gert ráð fyrir allsherjarborgargötu með hjólastígum og grænni ásýnd. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hugmynd frá Jakobi Jakobssyni arkítekt að útfærslu á yfirbyggingu gatnamóta Snorrabrautar og Miklubrautar. Norðurmýrin er á vinstri hönd en lituðu byggingarnar fyrir miðju, sem yrðu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, eru ekki til - enn þá, að minnsta kosti. Nú er kallað eftir umsögnum íbúa um tillögur en framkvæmdir haldast í hendur við nýbyggingu Landspítala. „Undirbúningur er rétt að hefjast. Það er verið að skoða þessar hugmyndir og tillögur sem eru kynntar á vefnum okkar. Og ég held að þetta umhverfi verði gjörbreytt eftir fimm ár,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. „Ég held þetta verði einhverjar mestu breytingar í borginni fyrir þau hverfi sem liggja að Miklubrautinni.“ Þá eru uppi hugmyndir um að reisa nýbyggingar þétt upp við Miklubraut og Háaleitisbraut. Þær eru táknaðar með lit á þessari mynd en hvítu byggingarnar eru húsin sem fyrir eru á svæðinu. Ævar hefur ekki áhyggjur af hljóðmengun svo þétt upp við Miklubrautina - en ekki er áætlað að stokkurinn nái þangað. „Besta hljóðvörn sem hægt er að fá, það er í nýbyggingum sem er þá hægt að hanna þannig að þær séu með góðar hljóðvarnir. Þetta er verið að gera annars staðar, það er verið að breyta svona veghelgunarsvæðum inni í Helsinki til dæmis í breiðstræti,“ segir Ævar.
Skipulag Reykjavík Umferð Borgarlína Tengdar fréttir Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16. júní 2021 16:50