Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 11:43 Strandgæslan vinnur að því að flytja fólk á brott í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta Filippseyja. AP/Philippine Coast Guard Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira