Kallaður Greta Thunberg fótboltans Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 11:31 Morten Thorsby í baráttunni í leik gegn Lazio. Hann stendur í annars konar baráttu utan vallar. EPA-EFE/SIMONE ARVEDA Norski knattspyrnumaðurinn Morten Thorsby valdi sér treyju númer 2 hjá Sampdoria til að minna á markmið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir tvær gráður. Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby. Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby.
Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira