Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 11:00 Sölvi Geir Ottesen ræddi slysið í þáttunum og þar voru einnig sýndir myndir af ástandinu á bílnum. S2 Sport Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. Sölvi Geir Ottesen hefur verið að glíma við eftirmála bílslyssins allan sinn fótboltaferil en það að hann hafi lifað slysið af og getað átt þennan magnaða fótboltaferil verður enn magnaðri staðreynd þegar menn skoða slysið og ástandið á bílnum á eftir. Sölvi Geir Ottesen sagði í þættinum „Víkingar: Fullkominn endir“ frá bílslysinu sem hann lenti í á Hafnarfjarðarveginum árið 2002. Átti að spila daginn eftir Sölvi Geir Ottesen segir frá slysinu.S2 Sport „Við erum á leiðinni heim um kvöldið. Við bjuggum þarna upp í Hafnarfirði og ég segi þeim að ég yrði að fara heim af því að ég væri að fara að spila á morgun,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Haustið 2002 var Sölvi að spila með meistaraflokki Víkings í 1. deildinni og liðið átti eftir einn leik á Íslandsmótinu þegar slysið verður 13. september 2002. Leikurinn var á móti Haukum. Víkingar enduðu í 5. sæti í 1. deildinni þetta sumar en Valur og Þróttur komust upp í úrvalsdeildina. Klippa: Víkingar: Fullkominn endir: Bílslysið hjá Sölva „Við vorum á rauðum BMW, einhverri sporttýpu. Það kemur annar hvítur BMW og það er ákveðið að fara í spyrnu við hann. Ekkert undirbúið neitt, heldur byrja menn bara á því að keyra hraðar, hraðar og hraðar. Áður en þú veist af þá erum við komnir í spyrnu,“ sagði Sölvi Geir. Komnir upp í 170 km hraða Ástandið á bílnum.S2 Sport „Við erum komnir upp í 170 km hraða, síðast þegar ég leit á mælinn. Undir Hamraborg þá er einhver Yaris eða slíkur bíll bara að keyra á eðlilegum hraða. Við erum komnir fyrir framan hinn bílinn og ökumaðurinn ætlar að sveigja fram hjá Yarisinum en við missum stjórn á bílnum. Afturdekkin byrja að renna og hann er að reyna að redda sér úr því en bílinn byrjar að snúast á miðjum veginum,“ sagði Sölvi. „Þú veist nokkurn veginn hvað er að fara taka við þegar bílinn fer að snúast á 170 km hraða. Það er bara dauðinn,“ sagði Sölvi en það var síðan sýnd sjónvarpsfrétt Stöðvar tvö frá slysinu. Flugu fjörutíu metra í lausu lofti „Þetta gerðist mjög hægt. Þær tóku mjög langan tíma þessar sekúndur sem tóku við þarna. Við förum útaf hjá Hamraborginni og það er brekka niður. Við fljúgum einhverja fjörutíu metra í lausu lofti, bílinn snýst einhverja hringi í loftinu og lendir á hvolfi á bílastæðinu fyrir neðan. Hann lendir á þakinu mín megin,“ sagði Sölvi. S2 Sport „Þarna held ég bara að þetta séu mín síðustu móment í lífinu en það var heldur betur sjokk síðan þegar ég vakna þarna allur kraminn í bílnum með þakið í andlitinu og hurðin búin að ganga inn. Ég vakna með hausinn í aftursætinu. Það ótrúlega í þessu að rétt fyrir bílslysið þá, ég veit ekki út af hverju, þá tek ég sætið alla leið aftur. Ég rétti alveg úr því. Hefði ég ekki gert það þá væri ég ekki hér í dag. Þakið fer alla leið niður á mælaborðið og ég hefði ekki verið á lífi hefði ég setið uppréttur í bílnum,“ sagði Sölvi. Fyrsta símtalið var að láta þjálfarann vita „Ég var komin með fulla meðvitund upp á spítala. Þau spyrja hvort ég vilji hringja eitthvert. Það fyrsta sem mér dettur í hug að ég á leik á morgun og þarf að láta Lúkas Kostic vita að ég komist ekki í leikinn á morgun. Það er fyrsta símtalið sem ég bið um að fá að taka. Að láta Lúka vita að ég verði sennilega ekki með í leiknum. Síðan er hringt í mömmu,“ sagði Sölvi. Faðir Sölva, Jón Víkingsson, segir einnig frá þessu kvöldi. Tóku myndir af honum með bílnum Sölvi Geir við hliðina á bílnum.Stöð 2 Sport „Mamma hans hringir í mig og segir mér hvað hafði skeð. Við förum beint upp á spítala. Hann er þar alveg í köku í greyið og allur reifaður. Við heyrum strax að þeir séu allir í lagi og hann var útskrifaður tiltölulega fljótt. Þá kom hann heim til okkar og við förum saman. Hann er allur reifaður með hendina í fatla. Hann meiddi sig rosalega í öxlinni. Við förum þangað sem bílinn er hjá Vöku. Við sáum þar ástandið á bílnum og tókum myndir af honum og allt. Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af,“ sagði Jón. Það má sjá innslagið um slysið hér fyrir ofan. „Víkingar: Fullkominn endir“ er ný þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokaspretti Víkinga í sumar þar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru sýndir samhliða á Stöð 2 Sport og Stöð 2. Þriðji þátturinn verður sýndur um helgina, fyrst klukkan 20.20 á laugardaginn á Stöð 2 Sport og svo aftur klukkan 19.40 á sunnudaginn á Stöð tvö. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen hefur verið að glíma við eftirmála bílslyssins allan sinn fótboltaferil en það að hann hafi lifað slysið af og getað átt þennan magnaða fótboltaferil verður enn magnaðri staðreynd þegar menn skoða slysið og ástandið á bílnum á eftir. Sölvi Geir Ottesen sagði í þættinum „Víkingar: Fullkominn endir“ frá bílslysinu sem hann lenti í á Hafnarfjarðarveginum árið 2002. Átti að spila daginn eftir Sölvi Geir Ottesen segir frá slysinu.S2 Sport „Við erum á leiðinni heim um kvöldið. Við bjuggum þarna upp í Hafnarfirði og ég segi þeim að ég yrði að fara heim af því að ég væri að fara að spila á morgun,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Haustið 2002 var Sölvi að spila með meistaraflokki Víkings í 1. deildinni og liðið átti eftir einn leik á Íslandsmótinu þegar slysið verður 13. september 2002. Leikurinn var á móti Haukum. Víkingar enduðu í 5. sæti í 1. deildinni þetta sumar en Valur og Þróttur komust upp í úrvalsdeildina. Klippa: Víkingar: Fullkominn endir: Bílslysið hjá Sölva „Við vorum á rauðum BMW, einhverri sporttýpu. Það kemur annar hvítur BMW og það er ákveðið að fara í spyrnu við hann. Ekkert undirbúið neitt, heldur byrja menn bara á því að keyra hraðar, hraðar og hraðar. Áður en þú veist af þá erum við komnir í spyrnu,“ sagði Sölvi Geir. Komnir upp í 170 km hraða Ástandið á bílnum.S2 Sport „Við erum komnir upp í 170 km hraða, síðast þegar ég leit á mælinn. Undir Hamraborg þá er einhver Yaris eða slíkur bíll bara að keyra á eðlilegum hraða. Við erum komnir fyrir framan hinn bílinn og ökumaðurinn ætlar að sveigja fram hjá Yarisinum en við missum stjórn á bílnum. Afturdekkin byrja að renna og hann er að reyna að redda sér úr því en bílinn byrjar að snúast á miðjum veginum,“ sagði Sölvi. „Þú veist nokkurn veginn hvað er að fara taka við þegar bílinn fer að snúast á 170 km hraða. Það er bara dauðinn,“ sagði Sölvi en það var síðan sýnd sjónvarpsfrétt Stöðvar tvö frá slysinu. Flugu fjörutíu metra í lausu lofti „Þetta gerðist mjög hægt. Þær tóku mjög langan tíma þessar sekúndur sem tóku við þarna. Við förum útaf hjá Hamraborginni og það er brekka niður. Við fljúgum einhverja fjörutíu metra í lausu lofti, bílinn snýst einhverja hringi í loftinu og lendir á hvolfi á bílastæðinu fyrir neðan. Hann lendir á þakinu mín megin,“ sagði Sölvi. S2 Sport „Þarna held ég bara að þetta séu mín síðustu móment í lífinu en það var heldur betur sjokk síðan þegar ég vakna þarna allur kraminn í bílnum með þakið í andlitinu og hurðin búin að ganga inn. Ég vakna með hausinn í aftursætinu. Það ótrúlega í þessu að rétt fyrir bílslysið þá, ég veit ekki út af hverju, þá tek ég sætið alla leið aftur. Ég rétti alveg úr því. Hefði ég ekki gert það þá væri ég ekki hér í dag. Þakið fer alla leið niður á mælaborðið og ég hefði ekki verið á lífi hefði ég setið uppréttur í bílnum,“ sagði Sölvi. Fyrsta símtalið var að láta þjálfarann vita „Ég var komin með fulla meðvitund upp á spítala. Þau spyrja hvort ég vilji hringja eitthvert. Það fyrsta sem mér dettur í hug að ég á leik á morgun og þarf að láta Lúkas Kostic vita að ég komist ekki í leikinn á morgun. Það er fyrsta símtalið sem ég bið um að fá að taka. Að láta Lúka vita að ég verði sennilega ekki með í leiknum. Síðan er hringt í mömmu,“ sagði Sölvi. Faðir Sölva, Jón Víkingsson, segir einnig frá þessu kvöldi. Tóku myndir af honum með bílnum Sölvi Geir við hliðina á bílnum.Stöð 2 Sport „Mamma hans hringir í mig og segir mér hvað hafði skeð. Við förum beint upp á spítala. Hann er þar alveg í köku í greyið og allur reifaður. Við heyrum strax að þeir séu allir í lagi og hann var útskrifaður tiltölulega fljótt. Þá kom hann heim til okkar og við förum saman. Hann er allur reifaður með hendina í fatla. Hann meiddi sig rosalega í öxlinni. Við förum þangað sem bílinn er hjá Vöku. Við sáum þar ástandið á bílnum og tókum myndir af honum og allt. Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af,“ sagði Jón. Það má sjá innslagið um slysið hér fyrir ofan. „Víkingar: Fullkominn endir“ er ný þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokaspretti Víkinga í sumar þar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru sýndir samhliða á Stöð 2 Sport og Stöð 2. Þriðji þátturinn verður sýndur um helgina, fyrst klukkan 20.20 á laugardaginn á Stöð 2 Sport og svo aftur klukkan 19.40 á sunnudaginn á Stöð tvö. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira