Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 10:54 Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, er kominn í leyfi frá störfum á meðan ný stjórn áttar sig á stöðu mála. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast. Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Innheimtustofnun sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær. Þar kom fram að ný stjórn hefði verið skipuð yfir stofnuninni og starfsemi hennar. Stjórnin tók við síðastliðinn mánudag eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Í nýrri stjórn sitja Aldís Hilmarsdóttir formaður sem skipuð er af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Garðar Jónsson og Þóra Björg Jónsdóttir sem skipuð er af af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Svör við spurningum óviðunandi Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í janúar fyrr á þessu ári af fulltrúum ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bæjarins besta á Ísafirði hefur heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Sé það litið alvarlegum augum og verði rannsakað til fulls. Innheimta meðlög hér á landi Nýja stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum síðasta mánudag að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. „Miðað við þau gögn sem við höfðum náð að kynna okkur töldum við þetta bestu leiðina, að senda tiltekna starfsmenn í leyfi, á meðan við erum rétt að átta okkur á ástandinu og kynna okkur betur gögnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, nýr formaður stjórnarinnar, í samtali við fréttastofu. Aldís Hilmarsdóttir er reynslumikill lögreglumaður og var um tíma yfir fíkniefnarannsóknum á höfuðborgarsvæðinu.Vísir Aðspurð um frétt Bæjarins besta að fram hafi komið í úttekt Ríkisendurskoðunar að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum til fyrirtækis í eigu Braga, tekur Aldís tekur ekki fyrir það. Ekki grunur um lögbrot enn sem komið er „Nú hef ég ekki séð þessa frétt en ég get ekki tjáð mig efnislega um úttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir hún. Málið er ekki komið svo langt að grunur leiki á því að stjórnarformennirnir hafi framið lögbrot. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir hún. Málið er þó eðlilega litið alvarlegum augum. „Við erum bara að henda okkur í þá vinnu að skoða gögnin núna. Þannig það er vonandi sem fyrst að við getum náð að svara þessu,“ segir Aldís. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Hvorki náðist í Braga né Jón Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra ef þau berast.
Stjórnsýsla Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira