Breytt hugsun stjórnenda Bragi Bjarnason skrifar 15. desember 2021 09:31 Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Bragi Bjarnason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun