Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 20:39 Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa notað efni úr kvikmyndinni Óróa í fleiri ár án leyfis. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“ Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“
Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira