Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 16:36 Geysir og tengdar verslanir voru fyrirferðamiklar á íslenskum markaði. Geysir/Mikael Axelsson Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00
Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07
Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45