Rakel Dögg: Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 12:00 Rakel Dögg Bragadóttir sést hér koma skilaboðum til skila til sinna leikmanna í Stjörnuliðinu. Vísir/Vilhelm Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar í Olís deild kvenna í handbolta, var í viðtali í jólaþætti Seinni bylgjunnar og ræddi meðal þá staðreynd að hún sé eina konan sem þjálfar í kvennadeildinni á þessu tímabili. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira