Einna verst var ástandið í kertaverksmiðju í bænum Mayfield og sagði ríkisstjórinn Andy Beshear í gær að óttast væri að 70 starfsmenn verksmiðjunnar hefðu farist, aðeins hefði tekist að bjarga 40 þeirra.
Nú virðist hinsvegar komið í ljós að stór hluti starfsmannanna náði að koma sér ofan í kjallara verksmiðjunnar þegar strokkurinn gekk yfir og því virðist sem átta manns hafi látist auk þess sem átta annarra er enn saknað.
Aðrir starfsmenn eru heilir á húfi.
Í gær var talið að fjöldi látinna í ríkinu væri rúmlega 100 manns en í ljósi þessara nýjustu frétta er ætlað að raunverulegur fjöldi sé um 50 manns.
Um fjóra skýstróka var að ræða allt í allt og stóð einn þeirra yfir í óvenju langan tíma, þannig að slóð eyðileggingar hans er um 320 kílómetrar að lengd. Til viðbótar við dauðsföllin í Kenducky létu sex lífið í Illinois, fjórir í Tennessee, tveir í Arkansas og tveir í Missouri.