Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 07:31 Kevin Durant treður gegn Detroit Pistons og nær í tvö af 51 stigi sínu í leiknum. AP/Carlos Osorio Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira