Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 23:21 Puseletso Lesofi vinnur að því að raðgreina ómíkron-sýni í Ndlovu rannsóknarmiðstöðinni í bænum Elandsdoorn í Suður-Afríku. AP/Jerome Delay Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þó sé of snemmt að segja til um það með fullri vissu þar sem of stuttur tími sé liðinn frá því að nýja afbrigðið kom á sjónarsviðið. Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Suður-Afríku þar sem það var fyrst uppgötvað fyrir tveimur vikum. Læknirinn Unben Pillay hittir nú tugi Covid-sjúklinga á degi hverjum en segist þó ekki hafa þurft að senda neinn á spítala. Hann segir í samtali við AP-fréttaveituna að hið sama eigi við um eldri sjúklinga og þá með heilsufarsvandamál sem geti aukið hættuna á því að þeir veikist alvarlega af Covid-19. Flestir sjúklinga hans hafi jafnað sig á innan við tíu til fjórtán dögum. Á þeim tveimur vikum sem eru nú liðnar frá því að ómíkron-afbrigðið uppgötvaðist hafa fleiri læknar í Suður-Afríku deilt svipuðum sögum. Allir árétta að fleiri vikur þurfi til þess að safna nægilega traustum gögnum. Þessi fyrsta reynsla geti þó veitt einhverjar vísbendingar. Helmingi lægra hlutfall veikist alvarlega Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu hafa um 30% þeirra sjúklinga sem voru lagðir inn á sjúkrahús á seinustu vikum vegna Covid-19 orðið alvarlega veikir. Það er minna en helmingi lægra hlutfall en við upphaf fyrri bylgja faraldursins. Þar að auki er meðallengd sjúkrahúsdvalar nú sögð vera um 2,8 dagar samanborið við átta daga áður. Til viðbótar hafa um 3% þessara sjúklinga látist, samanborið við um 20% í fyrri bylgjum þar í landi. „Eins og er þá bendir nánast allt til þess að afbrigðið valdi vægari sjúkdómi,“ segir Willem Hanekom, forstöðumaður Africa Health Research Institute. „Það er stutt liðið og við þurfum að fá skýrari gögn. Það eru einungis liðnar tvær vikur af þessari bylgju og oft sjáum við spítalainnlagnir og dauðsföll koma síðar.“ Smitstuðullinn aldrei verið hærri Pillay telur vera ástæðu til bjartsýni. Sjúklingar sem leituðu til hans í síðustu delta-bylgju áttu yfirleitt erfitt með andardrátt, voru með lægri súrefnismettun og margir þurft spítalainnlögn eftir nokkra daga. Til samanburðar segir hann sjúklinga núna vera með vægari, flensulík einkenni, á borð við verki og hósta. Pillay, sem er forstöðumaður aðildarsamtaka um fimm þúsund lækna í Suður-Afríku, bætir við að kollegar hans sjái margir svipaða þróun. Netcare, stærsta einkarekna heilbrigðisþjónustufyrirtæki landsins, sér nú jafnframt vægari tilfelli Covid-19. Samhliða þessu stórfjölgar þeim sem greinast með sjúkdóminn en tilkynnt var um 22.400 ný tilfelli á fimmtudag og 19.000 á föstudag. Til samanburðar sáu Suður-Afríkubúar að jafnaði 200 ný dagleg tilfelli fyrir einungis nokkrum vikum. Gögnin sýna að hver sýktur einstaklingur er nú líklegur til að smita 2,5 aðra. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra landsins, sagði á föstudag að sú tala hafi aldrei verið hærri. Rannsóknir sýni að um 70% nýrra tilfella í landinu megi rekja til ómíkron-afbrigðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. 8. desember 2021 13:38