Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 15:31 Spilamennska Russells Westbrook hefur líkt og hjá Lakers-liðinu í heild verið upp og niður það sem af er leiktíð. Justin Ford/Getty Images Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira