Klopp segir það óhjákvæmilegt að Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 08:45 Jürgen Klopp segir það klárt mál að Steven Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard snýr aftur á Anfield í dag, og nú í fyrsta skipti sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni, þegar Aston Villa heimsækir Liverpool. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, jós lofi yfir fyrrum fyrirliða liðsins í vikunni. „Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021 Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
„Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021
Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira