Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 16:13 Donald J. Trump, fyrrverandi forseti, og Kanye West hittust í Hvíta húsinu. West var stuðningsmaður Trumps. EPA/MICHAEL REYNOLDS Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13