Tveir karlar og ein kona valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 15:48 Íþróttafólk ársins hjá fötluðum. Talið frá vinstri: Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson. VÍSIR/VILHELM Það var sögulegt var á íþróttafólki fatlaðra í dag því kjörnefndin hjá Íþróttasambandi fatlaðra gat ekki gert upp á milli tveggja karla í ár. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra. Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra.
Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira