Þitt nafn bjargar lífi í 20 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 06:30 Þessi mynd er máluð á hús við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þitt nafn bjargar lífi, stærsta mannréttindaherferð í heimi, er 20 ára í dag. Herferðin er í fullum gangi og enn hægt að skrifa undir málefnin á heimasíðu Amnesty. 10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“ Tímamót Mannréttindi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“
Tímamót Mannréttindi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira