Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 10:08 Þingmennirnir vilja láta yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera um mengun á svæðinu. Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“ Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“
Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira