Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2021 09:15 Blóðslettur nærri brenndum líkum þorpsbúa í Done Taw í Búrma. AP Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. Ófæðið er sagt vera hefnd vegna árásar á bílalest hersins á svæðinu. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, að hermenn hafi ráðist á þorpið Done Taw í Sagaing-héraði og smalað saman ellefu íbúum þess inn í kofa. Þetta fólk var svo bundið saman og kveikt í þeim en í hópnum voru táningar. Myndir og myndbönd af brenndum líkum fólksins hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hafa valdið mikilli reiði í Búrma, þar sem herinn tók völd í febrúar. Í kjölfarið hefur herinn verið sakaður um fjölmörg ódæði í landinu en AP segir þau virðast fara versnandi samhliða harðari mótspyrnu gegn herstjórninni. Vitni sem AP ræddi við sagði um fimmtíu hermenn hafa ráðist á þorpið á þriðjudaginn og handsamað alla þá sem tókst ekki að flýja. Önnur vitni sem vísað er í í þarlendum fjölmiðlum segja fórnarlömbin hafa tilheyrt nokkurskonar varnarsveit þorpsins sem íbúar hafi skipulagt sjálfir. Uppreisnarmenn hafa ráðist á hermenn í Sagaing-héraði og öðrum í norðvesturhluta landsins að undanförnu. Eftir að herinn tók völdin í landinu fóru fram umfangsmikil mótmæli víða um landið. Herinn mætti þeim af mikilli hörku og voru borgarar stráfelldir af hernum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch kalla eftir því að alþjóðasamfélagið gangi úr skugga um að þeim herforingjum sem gáfu skipanir vegna ódæðisins verði refsað. Þá verði aðgengi herforingjastjórnarinnar að fjármagni takmarkað. „Heimildarmenn okkar segja þetta hafa verið drengi og ungt fólk sem var á röngum stað á röngum tíma,“ hefur AP eftir Manny Maung, talskonu HRW. Hún sagði fregnir hafa borist af sambærilegum ódæðum að undanförnu en í þetta sinn hafi það náðst á myndavélar. Herforingjastjórn Búrma hefur beitt mikilli hörku gegn mótmælendum eftir valdarán hersins. Fjölmargir liggja í valnum og þúsundir hafa verið handteknir.AP Maung segir augljóst að ódæðið hafi átt að uppgötvast. Markmið hersins sé að hræða fólk. Herinn framdi valdarán á þeim grundvelli að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum í Búrma í fyrra. Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur í kosningunum en hún var nýverið dæmd í fangelsi fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni. Sjá einnig: Stytta refsingu Suu Kyi um helming Horforingjarnir sem stjórna Búrma hafa aldrei opinberað nokkurs konar sannanir um hið meinta kosningasvindl. Þá höfðu þeir einnig heitið því að halda nýjar kosningar í landinu en hafa ekki gert það. Ríkið með tvö nöfn Búrma gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Hernaður Mannréttindi Mjanmar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ófæðið er sagt vera hefnd vegna árásar á bílalest hersins á svæðinu. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, að hermenn hafi ráðist á þorpið Done Taw í Sagaing-héraði og smalað saman ellefu íbúum þess inn í kofa. Þetta fólk var svo bundið saman og kveikt í þeim en í hópnum voru táningar. Myndir og myndbönd af brenndum líkum fólksins hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hafa valdið mikilli reiði í Búrma, þar sem herinn tók völd í febrúar. Í kjölfarið hefur herinn verið sakaður um fjölmörg ódæði í landinu en AP segir þau virðast fara versnandi samhliða harðari mótspyrnu gegn herstjórninni. Vitni sem AP ræddi við sagði um fimmtíu hermenn hafa ráðist á þorpið á þriðjudaginn og handsamað alla þá sem tókst ekki að flýja. Önnur vitni sem vísað er í í þarlendum fjölmiðlum segja fórnarlömbin hafa tilheyrt nokkurskonar varnarsveit þorpsins sem íbúar hafi skipulagt sjálfir. Uppreisnarmenn hafa ráðist á hermenn í Sagaing-héraði og öðrum í norðvesturhluta landsins að undanförnu. Eftir að herinn tók völdin í landinu fóru fram umfangsmikil mótmæli víða um landið. Herinn mætti þeim af mikilli hörku og voru borgarar stráfelldir af hernum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch kalla eftir því að alþjóðasamfélagið gangi úr skugga um að þeim herforingjum sem gáfu skipanir vegna ódæðisins verði refsað. Þá verði aðgengi herforingjastjórnarinnar að fjármagni takmarkað. „Heimildarmenn okkar segja þetta hafa verið drengi og ungt fólk sem var á röngum stað á röngum tíma,“ hefur AP eftir Manny Maung, talskonu HRW. Hún sagði fregnir hafa borist af sambærilegum ódæðum að undanförnu en í þetta sinn hafi það náðst á myndavélar. Herforingjastjórn Búrma hefur beitt mikilli hörku gegn mótmælendum eftir valdarán hersins. Fjölmargir liggja í valnum og þúsundir hafa verið handteknir.AP Maung segir augljóst að ódæðið hafi átt að uppgötvast. Markmið hersins sé að hræða fólk. Herinn framdi valdarán á þeim grundvelli að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum í Búrma í fyrra. Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur í kosningunum en hún var nýverið dæmd í fangelsi fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni. Sjá einnig: Stytta refsingu Suu Kyi um helming Horforingjarnir sem stjórna Búrma hafa aldrei opinberað nokkurs konar sannanir um hið meinta kosningasvindl. Þá höfðu þeir einnig heitið því að halda nýjar kosningar í landinu en hafa ekki gert það. Ríkið með tvö nöfn Búrma gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Hernaður Mannréttindi Mjanmar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira