„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:22 Ásta Júlía Grímsdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. „Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira