Héðinn snýr heim - vonandi í vor Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 07:01 Helgi Gíslason myndhöggvari hefur haldið húsaskjóli yfir styttunni af Héðni Valdimarssyni í tvö ár. Sambúðin er góð en Helgi vonast til að hún komist aftur á sinn stað næsta vor. vísir/egill Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí. Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni. Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni.
Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira