Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 12:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur látið aðgerðir fylgja orðum og er sjálfur margbólusettur. Vísir Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52