Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 12:06 Eftir að Diyawadanda var barinn til bana var lík hans brennt út á götu. AP/Shahid Akram Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan.
Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51
Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23