Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 11:37 Repúblikanar eru sá hópur Bandaríkjamanna þar sem fæstir eru bólusettir. Getty/Scott Olson Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira