Leifur gröfustjóri mætti með risaávísun og keypti landsliðsmarkvörðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 10:02 Leifur Guðjónsson á tali við Guðjón Guðmundsson. S2 Sport Gaupi var á ferðinni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og að þessu sinni var hann kom til Mosfellsbæjar til að hitta mikilvæga menn sem vinna á bak við tjöldin hjá Olís deildar liði Aftureldingar. „Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn