Óbólusettur prestur smitaði fjölda barna í fermingarbúðum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 13:38 Hér má sjá prestinn Helge Helgeson ásamt hópi fermingarbarna. Facebook / Kjøllefjord og Lebesby menigheter Óbólusettur prestur í Noregi dreifði ekki bara guðsorðum í fermingarbúðum sem hann vann við heldur smitaði hann fjölda fermingarbarna af kórónuveirunni. Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“ Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira