Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 13:41 Rocket Lab Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX. Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt. Geimurinn Tækni Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt.
Geimurinn Tækni Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira