Gunnar Nelson: Hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Gunnar Nelson barðist síðast í hringnum á móti Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn 28. septmeer 2019. Getty/Jeff Bottari Það leynir sér ekki að Gunnar Nelson vill leita hefnda gegn Argentínumanninum sem notaði ódrengileg brögð í bardaga þeirra Glasgow fyrir nokkrum árum. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson ætlar að berjast aftur í mars næstkomandi og hann ræddi framhaldið hjá sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Gunnar hefur ekki barist síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði á móti Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar komin dagsetning á næsta bardagakvöld hans. „Já, það er búið að hafa samband við okkur og við erum að vonast til að þetta kvöld fari fram. Það er búið að fresta því núna þrisvar eða fjórum sinnum. Núna er stefnan sett á 19. mars,“ sagði Gunnar Nelsson en hefur verið með það á stefnuskránni að slást aftur? Klippa: Gunnar Nelson um næsta bardaga sinn „Við erum búnir að vera að horfa á þetta London kort í einhvern tíma. Þeir höfðu samband á sínum tíma og sögðu okkur frá því. Þetta eru búnir að vera svolítið skrítnir tímar síðustu tvö ár. Síðan hefur það alltaf fallið upp fyrir hjá þeim því þeir hafa þurft að fresta því vegna Covid,“ sagði Gunnar. „Núna er komin dagsetning og við sjáum til hvort hún heldur,“ sagði Gunnar. Það er langt síðan hann barðist síðast en verður erfitt fyrir hann að koma til baka? „Það verður örugglega smá skrítið en ég hef verið frá keppni áður. Þetta er búið að vera smá tími en ég held að ég þekki flestu staðina, stöðurnar og svoleiðis. Ég held að þetta sé ekki mikið búið að breytast,“ sagði Gunnar. En hvernig er staðan með mögulegan andstæðing Gunnars í mars. Er búið að finna einhvern til að berjast við hann? „Nei, það er ekki komið ennþá. Ég hef sagt það áður að ég væri til í að fá Ponzinibbi. Hann er eini maðurinn sem mig virkilega langar til að berjast við. Annars hef ég bara sagt að það skiptir engu máli hver það verður,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio árið 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. „Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar sem dæmi eftir tap Ponzinibbio í öðrum bardaga fyrir ári síðan. Gunnar fer ekkert í felur með það að hann vill ná hefndum á móti manninum sem vann hann á bolabrögðum fyrir fjórum árum. „Já ég væri mjög til í það að ná í skottið á honum aftur,“ sagði Gunnar sem myndi mæta dýrvitlaus í þann bardaga. „Ég hef svo sem sagt það áður að þetta var ekkert sérstakt matchup fyrir hann en bardaginn fór eins og hann fór. Það eru ákvæðnar ástæður fyrir því. Ég held að flestir hafi séð hvernig þetta fór. Ég er ekki að hugsa um þetta dags daglega en hann er eiginlega sá eini sem mig langar hreinlega til að berja,“ sagði Gunnar. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum Sjá meira