Aukin neysla mikið áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 12:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.” Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.”
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira