Enn að jafna sig af meiðslum eftir að hafa glímt við Fjallið | Vill hefnd gegn Ponzinibbio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:30 Gunnar Nelson hefur verið meiddur undanfarna mánuði. vísir/getty Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann ræddi við vefinn MMA Fighting nýverið um hvað á daga hans hefur drifið og af hverju hann hefur ekki verið í sviðsljósinu. Það kom margt áhugavert upp úr spjallinu. Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju. MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju.
MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira