Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 21:46 Frá heræfingu í Rússlandi í september. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“ Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46