Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2021 19:20 Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð verða rekinn með 169 milljarða halla á næsta ári og með nokkrum halla á næstu árum. Það væri ásættanlegt vegna aukins hagvaxtar á næstu árum sem yki tekjur ríkissjóðs. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs með 169 milljarða halla í morgun. Engu að síður gætir bjartsýni hjá ráðherranum enda bendi allt til þess að hagvöxtur aukist meira en áður var spáð og hraðar gangi að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Áætlanir um vöxt erlendra skulda ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu hafa skánað frá því í vor vegna aukins hagvaxtar á þessu ári og næstu árum samkvæmt spám.fjármálaráðuneytið Það væri ásættanlegt að reka ríkissjóð með halla í nokkur ár í viðbót. Að fimm árum liðnum verði skuldastaðan engu að síður heilbrigð og ríkissjóður þoli annað efnahagsáfall. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á efnahagshorfurnar og breiðir út faðminn til allra þeirra sem vilja sameinast í baráttunni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Við höfum getu til að viðhalda opinberri þjónustu án þess að hækka skatta. Án þess að fara í niðurskurð. Heldur ætlum að halda úti gæða opinberri þjónustu á næstu árum á grundvelli þess styrks sem við höfum í ríkisfjármálunum,“ segir Bjarni. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs á hvern íbúa dreifast á helstu málaflokka. Vaxtabyrði ríkissjóðs er ann nokkuð mikil.fjármálaráðuneytið Áfram verði þörf á aðgerðum vegna faraldursins upp á 50 milljarða á næsta ári sem í heild verði þá komnar upp í 260 milljarða frá upphafi faraldurs. Atvinnuleysi hafi minnkað hratt og fjöldi nýrra starfa orðið til. Enn standi gistiþjónusta þó illa og því verði gistináttagjald ekki innheimt á næsta og þar næsta ári. Gert er ráð fyrir að 50 milljarðar fari í stuðningsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins á næsta ári. Að þeim meðtölum hefur ríkissjóður þá sett 260 milljarða í slíkar aðgerðir frá því faraldurinn hófst.fjármálaráðuneytið „Við höfum getu til að koma með innspýtingu í heilbrigðismál. Við ætlum að standa með barnafjölskyldum. Það kemur viðbótarskattalækkun í gegnum persónuafsláttinn á næsta ári. Við stöndum með öryrkjum með sérstakri hækkun til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Sömuleiðis verði frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna tvöfaldað úr 100 í 200 þúsund krónur á mánuði. Þá vilji stjórnvöld taka upp viðræður við samtök eldri borgara og öryrkja um breytingar á greiðslum almannatrygginga. Það tókst ekki að semja við öryrkja á síðasta kjörtímabili vegna ótta þeirra við hugmyndir um starfsgetumat. Bjarni segir ekki hægt að bjóða fólki upp á einhvers konar veðmál með starfsgetu sína. „Heldur verði kerfið að vera hvetjandi. Það verði að vera endurkomuleið inn í réttindin ef starfsgetan er ekki til staðar eða hún breytist að nýju,“ segir Bjarni. Almennt væru bjartir og spennandi tímar framundan með auknum framlögum í nýsköpun og grænar atvinnugreinar. Allir verði hins vegar að leggjast á árar með Seðlabankanum í að koma verðbólgu og vöxtum niður. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hefur tekist að auka kaupmátt þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.fjármálaráðuneytið „Ég kalla já til aðila vinnumarkaðarins um að við tökum öll höndum saman um að gera það sem við getum til að halda aftur af verðbólgu og tryggja heimilum og fyrirtækjum í landinu hóflegt vaxtastig. Þannig að við getum haldið vextinum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs með 169 milljarða halla í morgun. Engu að síður gætir bjartsýni hjá ráðherranum enda bendi allt til þess að hagvöxtur aukist meira en áður var spáð og hraðar gangi að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Áætlanir um vöxt erlendra skulda ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu hafa skánað frá því í vor vegna aukins hagvaxtar á þessu ári og næstu árum samkvæmt spám.fjármálaráðuneytið Það væri ásættanlegt að reka ríkissjóð með halla í nokkur ár í viðbót. Að fimm árum liðnum verði skuldastaðan engu að síður heilbrigð og ríkissjóður þoli annað efnahagsáfall. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á efnahagshorfurnar og breiðir út faðminn til allra þeirra sem vilja sameinast í baráttunni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Við höfum getu til að viðhalda opinberri þjónustu án þess að hækka skatta. Án þess að fara í niðurskurð. Heldur ætlum að halda úti gæða opinberri þjónustu á næstu árum á grundvelli þess styrks sem við höfum í ríkisfjármálunum,“ segir Bjarni. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs á hvern íbúa dreifast á helstu málaflokka. Vaxtabyrði ríkissjóðs er ann nokkuð mikil.fjármálaráðuneytið Áfram verði þörf á aðgerðum vegna faraldursins upp á 50 milljarða á næsta ári sem í heild verði þá komnar upp í 260 milljarða frá upphafi faraldurs. Atvinnuleysi hafi minnkað hratt og fjöldi nýrra starfa orðið til. Enn standi gistiþjónusta þó illa og því verði gistináttagjald ekki innheimt á næsta og þar næsta ári. Gert er ráð fyrir að 50 milljarðar fari í stuðningsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins á næsta ári. Að þeim meðtölum hefur ríkissjóður þá sett 260 milljarða í slíkar aðgerðir frá því faraldurinn hófst.fjármálaráðuneytið „Við höfum getu til að koma með innspýtingu í heilbrigðismál. Við ætlum að standa með barnafjölskyldum. Það kemur viðbótarskattalækkun í gegnum persónuafsláttinn á næsta ári. Við stöndum með öryrkjum með sérstakri hækkun til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Sömuleiðis verði frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna tvöfaldað úr 100 í 200 þúsund krónur á mánuði. Þá vilji stjórnvöld taka upp viðræður við samtök eldri borgara og öryrkja um breytingar á greiðslum almannatrygginga. Það tókst ekki að semja við öryrkja á síðasta kjörtímabili vegna ótta þeirra við hugmyndir um starfsgetumat. Bjarni segir ekki hægt að bjóða fólki upp á einhvers konar veðmál með starfsgetu sína. „Heldur verði kerfið að vera hvetjandi. Það verði að vera endurkomuleið inn í réttindin ef starfsgetan er ekki til staðar eða hún breytist að nýju,“ segir Bjarni. Almennt væru bjartir og spennandi tímar framundan með auknum framlögum í nýsköpun og grænar atvinnugreinar. Allir verði hins vegar að leggjast á árar með Seðlabankanum í að koma verðbólgu og vöxtum niður. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hefur tekist að auka kaupmátt þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.fjármálaráðuneytið „Ég kalla já til aðila vinnumarkaðarins um að við tökum öll höndum saman um að gera það sem við getum til að halda aftur af verðbólgu og tryggja heimilum og fyrirtækjum í landinu hóflegt vaxtastig. Þannig að við getum haldið vextinum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14
Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. 30. nóvember 2021 11:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent