Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Vetrarbrautin NGC 7727 (til hægri) og tveir skínandi kjarnar þar sem risasvarthol er að finna (stækkuð mynd til vinstri). Í kringum svartholin er þétt þyrping stjarna. ESO/Voggel og fleiri Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00
Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00
Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00