Þungavigtin um Arnór Smára: „Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Rikki G spurði þá Kristján Óla og Mikael um endurkomu Arnórs Smárasonar í íslenska boltann. Þungavigtin Í síðasta þætti Þungavigtarinnar velti Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, þeirri spurningu hvort kaup Vals á Arnóri Smárasyni væru einhver verstu kaup síðari ára. Að venju voru þeir Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með Rikka. „Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
„Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira