Miðherji Celtics breytir um nafn og fær bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Enes Kanter í sigurleik Boston Celtics á móti Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt. AP/Chris Young Þetta er stór dagur fyrir Enes Kanter, miðherja NBA-liðsins Boston Celtics. Í dag fær hann bandarískan ríkisborgararétt en það er þó annað sem breytist líka. Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira