Nýliðar HK og Víkings hafa ekki riðið feitum hesti síðan þau komu upp í Olís deildina á tímabilinu. Eru liðin stigalaus í tveimur neðstu sætum deildarinnar og ekkert útlit fyrir að þau muni leika meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.
Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort annað liðið nái að innbyrða tvö stig í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Strax í kjölfarið verður Seinni bylgjan á sínum stað.
Á Stöð 2 Sport 2 verður bein útsending frá leik Derby County og QPR í ensku B-deildinni og þá verða tölvuleikjasérfræðingarnir í GameTíví á sínum stað með sinn vikulega þátt.