Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2021 14:37 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var í dag segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á hálendinu með breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Sérstök áhersla verði lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum. Sjá einnig: Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um hálendisþjóðgarð. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Hrein orka verðmætari Bjarni sagði að honum þætti sjálfsagt að virkjanakostir sem þegar væru komnir í nýtingarflokk kæmi til greina að nýta og virkja. Ísland væri í miðjum orkuskiptum. „Við horfum til þess að græn orka á Íslandi geti verið grundvöllur til þess að viðhalda sterkri ímynd Íslands á alþjóðavísu en líka að hjálpa til við orkuskiptin innanlands og gera okkur að grænna og vænna samfélagi um leið og við aukum verðmætasköpun.“ Hann sagði gríðarleg tækifæri í orkunni og að hrein orka væri að verða verðmætari. Þá sagði Bjarni að ekkert hefði gengið í að samþykkja nýja rammaáætlun frá 2013 og það mætti ekki vera þannig áfram. Viðtalið við Bjarna má sjá hér að neðan. > Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, sagði sú breyting sem talað sé um í stjórnarsáttmálanum sé mikil, þó hún sé ekki jafn stór og boðuð hafi verið á sínum tíma. „Við horfum á þetta sem langtímaverkefni og sem, held ég, felur í sér mikil sóknarfæri fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Hún sagði mikilvægt að friðun væri gerð í eins góðu samræmi við heimamenn og hægt sé og það hafi reynst erfitt á síðasta kjörtímabili. Viðtalið við Katrínu má sjá hér að neðan. >
Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var í dag segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á hálendinu með breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Sérstök áhersla verði lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum. Sjá einnig: Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um hálendisþjóðgarð. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Hrein orka verðmætari Bjarni sagði að honum þætti sjálfsagt að virkjanakostir sem þegar væru komnir í nýtingarflokk kæmi til greina að nýta og virkja. Ísland væri í miðjum orkuskiptum. „Við horfum til þess að græn orka á Íslandi geti verið grundvöllur til þess að viðhalda sterkri ímynd Íslands á alþjóðavísu en líka að hjálpa til við orkuskiptin innanlands og gera okkur að grænna og vænna samfélagi um leið og við aukum verðmætasköpun.“ Hann sagði gríðarleg tækifæri í orkunni og að hrein orka væri að verða verðmætari. Þá sagði Bjarni að ekkert hefði gengið í að samþykkja nýja rammaáætlun frá 2013 og það mætti ekki vera þannig áfram. Viðtalið við Bjarna má sjá hér að neðan. > Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, sagði sú breyting sem talað sé um í stjórnarsáttmálanum sé mikil, þó hún sé ekki jafn stór og boðuð hafi verið á sínum tíma. „Við horfum á þetta sem langtímaverkefni og sem, held ég, felur í sér mikil sóknarfæri fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Hún sagði mikilvægt að friðun væri gerð í eins góðu samræmi við heimamenn og hægt sé og það hafi reynst erfitt á síðasta kjörtímabili. Viðtalið við Katrínu má sjá hér að neðan. >
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Orkumál Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Þjóðgarðar Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Múlaþing Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23 Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum. 28. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23
Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51
Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31
Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum. 28. nóvember 2021 12:03