Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 12:55 Tyrkir kaupa í matinn í Istanbul. EPA/ERDEM SAHIN Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög. Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku. Tyrkland Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku.
Tyrkland Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira