Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 12:55 Tyrkir kaupa í matinn í Istanbul. EPA/ERDEM SAHIN Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög. Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku. Tyrkland Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku.
Tyrkland Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira